Fjölær jurt, allt að 200 sm há. Stönglar greindir eða ógreindir.
Lýsing
Lauf með 7-17 smálauf, smálauf allt að 10 sm, lensulaga-aflöng til egglaga, snubbótt, þverstýfð eða hjartalaga við grunninn, grófsagtennt. Blómin hvít, í sívölum öxum allt að 20 sm. Bikarpípa græn-hvít, flipar með rauðleita slikju, frjóþræðir spaðalaga til kylfulaga. Blómbotn þurr, 4-kantaður, með vængi.
Uppruni
N Ameríka.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
í fjölæringabeð, í þyrpingar, í raðir.
Reynsla
Harðgerð, auðræktuð tegund. Þrífst vel í Lystigarðinum.