Runni eða lítið tré, 5-6 m hátt. Gamlar greinar rauðbrún með áberandi, mjó-oddbaugótta korkbletti, mergur brúnleitur.
Lýsing
Lauf stakfjöðruð, smálauf (1 eða) 2-eða 3(-5) samsett, hliðarsmálauf egglaga-kringlótt eða mjó-oddbaugótt til aflöng-öfuglensulaga, 5-15 x 1,2-7 sm, grunn fleyglaga eða bogadregin, stundum hjartalaga, ekki sammiða, jaðrar óreglulega sagtenntir, stundum með eina til allmargar kirtiltennur við grunninn eða neðan við miðju, ydd eða odddregin eða rófuydd. Neðsta smálaufaparið legglaust eða með um 0,5 sm langan legg. Endaflipinn egglaga eða öfugegglaga, lítið eitt dúnhærður meðan laufin eru ung, verða hárlaus, leggur endaflipans um 2 sm, grunnur fleyglaga, langydd til rófuydd. Axlablöð mjó-bandlaga eða hafa rýrnað í bláleita totu. Blómskipunin í endastæðum puntlíkum klasa, 5-11 x 4-14 sm, með blómskipunarlegg, stundum lítið eitt dúnhærð, verða fljótt hárlaus. Blómin koma um leið og laufin, eru þétt. Bikarpípa er krukkulaga, um 1 mm, flipar þríhyrndir-lensulaga, ögn styttri en pípan. Krónan bleikleit í knúppinn, hvít eða gulleit þegar þau springa út. Krónupípan er stutt, flipar aflangir eða mjó egglaga-kringlóttir um 2 mm. Fræflar útstæðir um það bil jafn langir og krónufliparnir. Frjóþræðir víkka ögn út við grunninn. Frjóhnappar gulir, eggleg 3-hólfa. Stílar stuttir, fræni 3-deild. Aldin rauð, sjaldan bláleit eða purpurasvört, egglaga eða hálfhnöttótt, 3-5 mm í þvermál. Steinber 2-3, egglaga til oddbaugótt, 2,5-3,5 mm, dálítið hrukkótt.