Lauffellandi runni, 2-4 sm hár, þétt greindur. Börkur rauðbrúnn, langrákóttur með oddbaugótta korkbletti, mergur brúnleitur, ungar greinar með gulhvíta hæringur dálítið vörtóttar.
Lýsing
Smálauf 2 saman, ljós á neðra borði, græn á efra borði, egglaga-lensulaga til lensulaga, 5-14 x 1,6-5,5 sm, miðæðastrengurinn með langt hár, grunnur hjartalaga og ekki sammiðja, jaðar óreglulega og hvasstenntir, laufin langodddregin, laufleggur og framhald laufleggsins með gula hæringu. Axlablöð kirtilhærð. Blómskipunin uppréttur skúfur, 3,5-5 sm, blómleggur vörtóttur. Blómin koma um leið og laufin. Bikarpípan krukkulaga, um 1 mm, flipar þríhyrnd-lensulaga, ögn styttri en bikarpípan. Krónan grænleit eða gulleit, fliðar aflangir. Fræflar gulbrúnir. Frjóhnappar gulir. Eggleg 3-hólfa, stílar stuttir, fræni 3-skift. Aldin rauð, egglaga eða hálfhnöttótt, 3-5 mm í þvermál, steinber 2-3, egglaga til oddbaugótt, 2,5-3,5 mm, ógn hrukkótt.