Laufin sumargræn, dökkgræn, stakfjöðruð, stakstæð, egg-lensulaga, sagtennt og með lauflegg. Blómin hvít, í klasa, ilma mikið. Berin rauð í klösum. Hægt að nota í vín eins og aldin svartyllisins.
Í blönduð trjá- og runnabeð. Runninn er ræktaður vegna ilms blómanna. Þolir allt að -23°C.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni (komu undir S. sachalinensis 'Laciniata') sem sáð var 1990 og gróðursettar 1990 og 1992, báðar hafa kalið talsvert.