Sumargrænir runnar eða tré allt að 8 m há. Smálauf stærri en á aðaltegundinni, grófsagtennt, oftast dúnhærð. með lengri útstæða, stífa dúnhæringu allt að 1 mm löng. Blómin í litlum smá-mjúkhærðum skúfum. Aldin og fræ nokkru stærri en á aðaltegundinn.
Lýsing
Laufin eru samsett úr 5-7 smálaufum, allt að 16 sm löng, lensulag til mjóegglaga og óreglulega sagtennt á jöðrunum Vond lykt er af laufinu ef það er marið. Blómskipunin er í keilulaga með puntlíka klasa. Blómknúppar eru bleikir meðan þeir eru lokaðir, útsprungin blóm eru hvít, rjómalit eða gulleit. Hvert blóm er með baksveigð krónublöð og stjörnulaga með hvíta fræfla og gula frjóhnappa. Blómin eru tvíkynja, ilmsæt. Aldinin eru skærrauð, stundum purpurarauð með 3-5 fræ.
Sáning að haustinu í sólreit. Geymt fræ er betra að setja í forkælingu í 2 mánuði fyrir sáningu. Síðsumargræðlingar með hæl. Skifting þegar plantan er í dvala.
Notkun/nytjar
Í blönduð trjá- og runnabeð. Þolir allt að - 25°C. Þolir rok en ekki saltúða af hafi. Getur þolað loftmengum.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni sem var sáð til 1983 og gróðursettar í beð 1985, báðar kala dálítið.