Sambucus racemosa

Ættkvísl
Sambucus
Nafn
racemosa
Yrki form
'Plumosa'
Höf.
Kom fram fyrir 1886.
Íslenskt nafn
Rauðyllir
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Hálfskuggi (sól).
Blómalitur
Fölgrænn-gulhvítur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
2-3,5 m
Vaxtarlag
Nýr gróður purpuralitur.
Lýsing
Greinar fjólubláar. Smálauf skert til hálfs, tennur langar og mjóar.
Uppruni
Yrki.
Harka
Z4
Heimildir
= 1,7
Fjölgun
Sumar- eða vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð trjá- og runnabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu sem kom úr gróðrarstöð 1990 og var gróðursett í beð það sama ár, kelur lítið. Þrífst vel í Lystigarðinum.