Salvia x superba

Ættkvísl
Salvia
Nafn
x superba
Íslenskt nafn
Fagursalvía*
Ætt
Varablómaætt (Lamiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skærfjólublár til purpura.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
60-90 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 60-90 sm. Stönglar mikið greinóttir, snarpdúnhærður.
Lýsing
Laufin lensulaga til aflöng, bogtennt, hrukkótt, hárlaus á efra borði, dálítið dúnhærð á neðra borði. Grunnlauf með stuttan legg, stöngullauf legglaus, oft greipfætt. Blómin í 6-blóma krönsum, mörg, strjál, í löngum grönnum, endastæðum klösum. Stoðblöð egglaga, langydd, álíka löng og bikarinn. Bikar purpuramengaður, hærður, kvoðu-pikkaður. Krónan 9-12 mm, skærfjólublá til purpura, hárlaus innan, pípan útþanin í ginið, nær venjulega lítið eitt fram úr blóminu, varir með kvoðu-pikkaðar.
Uppruni
Garðablendingur.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð.
Yrki og undirteg.
'May Night' og fleiri.