Salvia verticillata

Ættkvísl
Salvia
Nafn
verticillata
Íslenskt nafn
Kransasalvía
Ætt
Varablómaætt (Lamiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, skjól.
Blómalitur
Fjólublár eða lilla, sjaldan hvítur.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
30-60 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt allt að 90 m há. Stönglar uppréttir eða uppsveigðir, ógreindir eða greindir, kirtil-dúnhærðir.
Lýsing
Lauf allt að 13 x 9 sm, með legg, heil eða lýrulaga, egglaga eða oddbaugótt, hvassydd, grunnur snubbóttur eða hjartalaga til þverstýfð, grunnflipar misstórir, 1-2 pör, egglaga eða tígullaga til hálfkringlótt, jaðrar næstum heilrendir til skörðóttir, kirtil-dúnhærð, laufleggur allt að 8 sm. Blómin í 20-40 blóma krönsum, í greinóttum klösum, allt að 30 sm blómleggir, allt að 1 sm, stoðblöð allt að 7 x 3 mm, skammæ, egglaga, mjó-hvassydd. Bikar allt að 6 mm, pípulaga, víkkar út og niðurstæð þegar aldinin þroskast, kirtildúnhærð, fjólublár, efri vörin broddydd, 3-tennt, með gróp. Krónan fjólublá til lilla eða sjaldan hvít, pípan allt að 8 mm, slétt, með dúnhærðan hring á innra borði, efri vörin allt að 7 mm, slétt, mjókkar smámsaman niður á við. Aldin allt að 2 x 1 mm.
Uppruni
Evrópa - V Asía.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð.
Reynsla
Þarf uppbindingu, er fremur viðkvæm og oftast skammlíf í ræktun.
Yrki og undirteg.
'Alba' er með hvít blóm.