Fjölær eða einær jurt, allt að 100 sm há. Stönglar uppréttir, trékenndir við grunninn, hárlausir til dúnhærðir.
Lýsing
Laufin 7 x 5 sm, með legg, óskipt, egglaga, mjókkar smám saman fram í mjóan odd, grunnur snubbóttur eða hjartalaga til fleyglaga, jaðar skörðóttur, kirtil-pikkaður neðan, hárlaus til smádúnhærður, laufleggur allt að 3 sm. Blómin í 3-6 blóma krönsum, í endastæðum axkenndum klasa allt að 20 sm, blómleggir allt að 4 mm, dúnhærð. Stoðblöð allt að 12 x 5 mm, skammæ, egglaga til lensulaga, mjó-hvassydd, skarlatsrauð. Bikar allt að 22 mm, pípulaga til bjöllulaga, 8-tauga, himnukennd, hárlaus eða dúnhærð, skarlatsrauð, tennur egglaga, hvassyddar. Krónan skarlatsrauð, pípan allt að 35 mm, trektlaga, víkka út efst, hárlaus, efri vörin 13 mm, tvíklofin, neðri vörin styttri, smá dúnhærð.