Salvia splendens

Ættkvísl
Salvia
Nafn
splendens
Íslenskt nafn
Glæsisalvía
Ætt
Varablómaætt (Lamiaceae).
Lífsform
Einær jurt. Sumarblóm.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Skarlatsrauður.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 100 sm
Vaxtarlag
Fjölær eða einær jurt, allt að 100 sm há. Stönglar uppréttir, trékenndir við grunninn, hárlausir til dúnhærðir.
Lýsing
Laufin 7 x 5 sm, með legg, óskipt, egglaga, mjókkar smám saman fram í mjóan odd, grunnur snubbóttur eða hjartalaga til fleyglaga, jaðar skörðóttur, kirtil-pikkaður neðan, hárlaus til smádúnhærður, laufleggur allt að 3 sm. Blómin í 3-6 blóma krönsum, í endastæðum axkenndum klasa allt að 20 sm, blómleggir allt að 4 mm, dúnhærð. Stoðblöð allt að 12 x 5 mm, skammæ, egglaga til lensulaga, mjó-hvassydd, skarlatsrauð. Bikar allt að 22 mm, pípulaga til bjöllulaga, 8-tauga, himnukennd, hárlaus eða dúnhærð, skarlatsrauð, tennur egglaga, hvassyddar. Krónan skarlatsrauð, pípan allt að 35 mm, trektlaga, víkka út efst, hárlaus, efri vörin 13 mm, tvíklofin, neðri vörin styttri, smá dúnhærð.
Uppruni
S Ameríka, ræktuð víða.
Harka
10
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í sumarblómabeð.
Yrki og undirteg.
'Violacea' dökkfjólublá ofl.