Kræklóttur, þéttblöðóttur, börkur gulgrængrár, gljáandi. Börkurinn gulgrænn eða gulgrár, gljáandi.
Lýsing
Axlablöð mjög smá eða oft engin. Blöðin breiðegglaga, þykk, skinnkennd, 3-5 sm að lengd, breiðegglaga, heilrend (stundum örlítið smátennt), dökkgræn, gljáandi á efra borði, ljósgrágræn og taugaber á neðra borði.
Uppruni
Íslenskur blendingur.
Sjúkdómar
Dálítið næmur fyrir ryðsvepp og lús.
Harka
h8
Heimildir
Ásgeir Svanbergsson (1982): Tré og runnar á Íslandi.
Fjölgun
Vetrar- og sumgargræðlingar, fræi sáð um leið og það hefur þroskast.
Notkun/nytjar
Í limgerði, í þyrpingar, í raðir. Stundum talinn blendingur gulvíðis og fjallavíðis.
Reynsla
Harðgerður, vindþolinn, seltuþolinn, næmur fyrir ryðsvepp og lús.