Salix x simulatrix

Ættkvísl
Salix
Nafn
x simulatrix
Íslenskt nafn
Breiðuvíðir
Ætt
Víðiætt (Salicaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Ljósgrænn, gulir reklar.
Blómgunartími
Maí-júní eftir laufgun.
Hæð
10-30 sm
Vaxtarlag
Skriðull runni með fremur grófar greinar. Jarðlægar greinar brúnar með stór vetrarbrum, sem aðeins eru hærð, þegar þau eru mjög ung, verða síðar hárlaus.
Lýsing
Laufin eru næstum kringlótt eða egglaga, 1,5-2,5 sm að lengd, laufjaðar bugðóttur til alveg heilrendir, laufin gljáandi, dökkgræn bæði ofan og neðan. Margir uppréttir reklar, 1,5-2 sm langir, á laufóttum leggjum. Fræhýði hærð.
Uppruni
Evrópa.
Heimildir
= 7, en.hortipedia.com/wiki/Salix-x-simulatrix,
Fjölgun
Sumar- og vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæð, sem þekjuplanta. Alveg jarðlægur runni sem myndar smám saman þétta mottu og þekur um 1 m² á nokkrum árum.Þolir allt að -29°C.
Reynsla
Meðalharðgerð-harðgerð planta. Hérlendis eru aðallega í ræktun karlplöntur af breiðuvíði, er 2-3 ár að komast af stað með vöxt sem þekur jarðveg almennilega. Er ekki í Lystigarðinum. Talinn vera blendingur grasvíðis (S. herbacea) og formósuvíðis (Salix arbuscula ssp. foetida). Ekki í RHS.