Salix rossica Nas. ex Nasarov, S. viminalis v. rossica (Nasarow) Evarts
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómgunartími
Snemma vors.
Hæð
Allt að 8 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, oftast 6-8 m hár, vex eins og tré í miðhluta V Síberíu og getur náð allt að 20 m hæð. Ársprotar ólífugrænir eða grábrúnir, grennri en ársprotarnir á aðaltegundinni, stutt-dúnhærð í fyrstu en verða fljótt hárlaus eða næstum hárlaus. Viðurinn undir berkinum er ekki hryggjóttur. Brum allt að 5 mm löng, egglaga, gul- eða rauðbrún, dúnhærð í fyrstu, seinna hárlaus.
Lýsing
Lauf allt að 10 sm löng og 0,5-1,5 sm breið, breiðust um miðjuna eða um efsta þriðjung laufsins. Lauf oftast hárlaus ofan, silki-lóhærð neðan. Smálauf næstum slétt, jaðrar áberandi innundnir, ögn bylgjaðir. Laufleggur oft styttri en 1 sm að lengd. Axlablöð mjó, hvassydd, jaðrar kirtilsagtenntir, vaxa oft aðeins á kröftugum sprotum. Reklar koma á sama tíma og laufin, 5-7 sm löng. Eggleg næstum hárlaus, oddbaugótt við grunninn. Fræhýði silki-dúnhærð, 4-5 mm löng, næstum legglaus, fræ þroskast í maí til byrjun júní.