Salix ivigtutiana Lundström; S. myrsinites Linnaeus v. parvifolia Lange
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómgunartími
Júní-ágúst.
Hæð
1-5 sm
Vaxtarlag
Lauffellandi, dvergvaxinn runni, 1-5 sm hár, sem myndar breiður með sveiggræðslu. Greinar jarðlægar, skríða stutt í einu, rauðbrúnar eða gulbrúnar, hárlausar. Ársprotar gulgrænir eða gulbrúnir, hárlausir eða smádúnhærðir.
Lýsing
Axlablöð engin (stundum með langæar sinuleifar) eða mjög smá eða laufkennd þau fyrstu, laufkennd á þeim sem vaxa seint. Laufleggur (með grunna eða djúpa gróf á efra borði), 2-6,5 mm, stærstu mið-laufblöðkurnar (með langæar sinuleifar), með loftaugu á báðum borðum eða aðeins á neðra borði, egglaga, breið-öfugegglaga, öfuglensulaga eða oddbaugótt, 4-23 x 3,5-10 mm, 1,7-3,6 sinnum lengri en þau eru breið. Grunnur bogadregin eða fleyglaga, jaðrar flatir, smásagtenntir eða bugtenntir, lauf bogadregin í oddinn, odddregin, hvassydd eða oddnumin, bláleit á neðra borði, oftast hárlaus (stöku sinnum með fáein hár), ögn eða mjög mikið gljáandi á efra borði, oftast hárlaus (stöku sinnum með fáein hár), jaðar við grunn blöðku heilrendur eða sagtenntur. Ung lauf hárlaus, langhærð eða smádúnhærð neðan. Karlreklar 9-19 x 5-8 mm, greinar með blóm 0,5-9 mm, kvenreklar þéttblóma, grannir til hálf-höttóttir, 11-47(-55 með aldinum) x 6-10 mm, smágreinar með blómum 2-10 mm, stoðblöð blóma brún, svört, gulbrún, ljósbleik eða tvílit, 1,1-1,8 mm, bogadregin í oddinn eða ydd, heilrend, lítið eitt hærð á neðra borði, hárin bein eða bylgjuð. Karlblóm ekki með hunangskirtla á neðra borði, hunangskirtlar á efra borði mjó-aflangir til aflangir, 0,4-0,9 mm, frjóþræðir ekki samvaxnir, hárlausir, oftast 1 frævill, sjaldan 2. Fjóhnappar oddvala eða stutt-sívalir, 0,4-0,7 mm. Kvenblóm ekki með hunangskirtla á neðra borði, á efra borði með mjó-aflangan eða aflangan hunangskirtil, 0,5-0,8 mm, styttri til lengri en leggur egglegsins, leggur egglegsins 0,3-1,6 mm, eggleg egglaga til perulaga, hárlaus, trjónan mjókkar smám saman í stílana, eggbú 4-9 í hverju egglegi, stílar 0,4-1 mm. Fræni flöt, ekki nöbbótt á ytra borði, með bogadreginn enda eða mjó-sívöl, 0,1-0,23-0,4 mm. Fræhýði 3-5 mm löng.