Salix triandra

Ættkvísl
Salix
Nafn
triandra
Íslenskt nafn
Möndluvíðir
Ætt
Víðiætt (Salicaceae).
Samheiti
Salix amygdalina.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Karlblóm fölgul.
Blómgunartími
Apríl-maí.
Hæð
- 10 m eða lægri
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, allt að 10 m hár, oftast lægri. Ársprotar dúnhærðir í fyrstu en verða hárlausir, rauðir eða grænbrúnir, börkur sléttur, flagnar af á blettum.
Lýsing
Lauf 5-10 sm löng, lensulaga-egglaga, hárlaus, glansandi dökkgræn á efra borði, matt ljósgræn, sagtennt. Laufleggur með kirtla efst. Axlablöð stór, langæ. Reklar koma um leið og laufin, karlreklar eru 3-7 sm langir, fræflar 3, kvenreklar styttri og þéttari, 1 hunangskirtill.
Uppruni
Evrópa, norðan frá Noregi, suður til Spánar og austur til Japans og Írans í tempraða hluta Asíu.
Harka
Z3
Heimildir
= 1, www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Salix+triandra, www.naturespot.org.uk/species/almond-willow
Fjölgun
Sumar- og vetrargræðlingar, (sáning).
Notkun/nytjar
Í raðir, í runnabeð, í limgerði, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein karlplanta, kom sem græðlingur í garðinn 1979, sein til og hefur kalið lítið eitt sum árin.