Lauffellandi runni, allt að 10 m hár, oftast lægri. Ársprotar dúnhærðir í fyrstu en verða hárlausir, rauðir eða grænbrúnir, börkur sléttur, flagnar af á blettum.
Lýsing
Lauf 5-10 sm löng, lensulaga-egglaga, hárlaus, glansandi dökkgræn á efra borði, matt ljósgræn, sagtennt. Laufleggur með kirtla efst. Axlablöð stór, langæ. Reklar koma um leið og laufin, karlreklar eru 3-7 sm langir, fræflar 3, kvenreklar styttri og þéttari, 1 hunangskirtill.
Uppruni
Evrópa, norðan frá Noregi, suður til Spánar og austur til Japans og Írans í tempraða hluta Asíu.