Salix sitchensis

Ættkvísl
Salix
Nafn
sitchensis
Íslenskt nafn
Sitkavíðir
Ætt
Víðiætt (Salicaceae).
Samheiti
Salix coulteri, S. cuneata
Lífsform
Lauffellandi runni eða lítið tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
Allt að 7 m
Vaxtarlag
Runni eða lítið tré, allt að 7 m hátt. Ársprotar grannir, gulbrúnir, ullhærðir í fyrstu, hárlausir á öðru ári, stundum með vaxi.
Lýsing
Lauf 4-10 x 1,5-3,5 sm, öfugegglaga-lensulaga, mattgræn á efra borði, silkihærð með áberandi æðastrengjum á því neðra, heil. Laufleggur 5-10 mm, engin axlablöð eða allt að 5 mm löng axlablöð. Reklar á laufóttum stilk, koma á undan laufinu, 3-5 sm langir, fræflar 1-2, samvaxnir, eggleg hært á stuttum legg.
Uppruni
V N-Ameríka.
Harka
Z4
Heimildir
= 1, www.pfaf.org/User/Planta.aspx?LatinName=Salix+sitchensis
Fjölgun
Sáning, sumar- og vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, í raðir í skjólbelti.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta frá 1978, önnur frá 1981 og þrjár úr Alaskasöfnuninni frá 1985, gróðursettar í Lystigarðinn 1990. Allar kólu talsvert framan af.