Salix lucida Muhlenberg var. serissima L. H. Bailey.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
1-5 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, 1-5 m hár. Greinar oftast sveigjanlegar við grunninn, stundum stökkar, gulbrúnar, rauðbrúnar eða grábrúnar, hárlausar, dálítið gljáandi eða mattar. Ársprotar gulbrúnir eða rauðbrúnir, hárlausir, ögn eða mjög mikið gljáandi.
Lýsing
Axlablöð engin eða mjög smá. Laufleggur með grunna eð djúpa gróp á efra borði, 3-13 mm, með par af kúlulaga kirtlum efst eða kirtla alla leiðina, hárlaus á efraborði, stærstu laufblöðkurnar með loftaugu neðra borði eða dálítið af loftaugum á báðum borðum, mjóaflöng, mjög mjóoddbaugótt, oddbaugótt, lensulaga eða mjó egglaga, 43-100 x 9-33 mm, 2,4-6 sinnum lengri en þær eru breiðar. Grunnur bogadreginn eða fleyglaga, jaðrar flatir, sagtenntir, oddur langyddur, rófuyddur eða hvassyddur. Neðraborð oftast ekki bláleitt, en stundum lítið eitt bláleit (líta út fyrir að vera ljósgræn), ögn gljáandi, hárlaus, mjög mikið gljáandi á efra orði, hárlaus, næstu lauf smásagtennt eða heilrend, ung lauf rauðleit eða gulgræn, hárlaus á neðra borði. Karlreklar (kröftugir), 25-53 x 12-16 mm, greinar með blómum 5-14 mm, kvenblóm (með aldin að haustinu, oft langæ) meðalþétt- til strjálblóma, kröftug eða kúlulaga, 17-42(-65 sem aldin) x 11-22 mm, blómgreinar 5-32(-65 með aldin) mm, stoðblöð blóma (stundum græn-móleit) 1,2-4 mm, hvassydd, bogadregin eða þverstýfð, kirtiltennt, með aflanga eða egglaga hunangskirtla, meðal þétthærð á neðra borði, hárin bein eða bylgjuð. Karlblóm með hunangskirtla 0,5-1,1 mm, á efra borði eru hunagskirtlar aflangir eða egglaga, 0,4-1,1 mm, hunangskirtlar ekki samvaxnir eða samvaxnir og bollalaga, fræflar 3-9, frjóþræðir ósamvaxnir eða samvaxnir neðst, hár á neðri helmingi eða allra neðst. Fræflar oddvala eða stutt-sívalir, 0,5-0,7 mm. Hunangskirtlar kvenblóma á efra borði, egglaga, aflöng eða flöskulaga, 0,3-1,1 mm, styttri en leggur egglegsins, leggur egglegsins 1,2-2,4 mm, eggleg perulaga eða öfugkylfulaga, trjóna ögn útblásin neðst, mjókkar snögglega að stílnum. Eggbú 12-16 í hverju egglegi, stílar samvaxnir, 0,3-1 mm. Fræni flöt, ekki nöbbótt á ytra borði, með bogadreginn enda eða mjó-sívöl, 0,4-0,7 mm. Fræhýði 7-12 mm.