Salix scouleriana

Ættkvísl
Salix
Nafn
scouleriana
Íslenskt nafn
Sviðjuvíðir
Ætt
Víðiætt (Salicaceae).
Samheiti
Salix brachystachys, Salix capreoides, Salix flavescens.
Lífsform
Lauffellandi tré eða runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómgunartími
Apríl.
Hæð
Allt að 10 m
Vaxtarhraði
Hraðvaxta.
Vaxtarlag
Lauffellandi runni eða tré, allt að 10 m hátt. Ársprotar sverir, gulir, verða brúnir, næstum hárlausir.
Lýsing
Lauf 3-10 x 1,5-3 sm, aflöng-öfugegglaga, mattgræn ofan, bláleit með áberandi æðastrengi neðan, heilrend, stundum með grunnar tennur. Lauf 5-15 mm. Axlablöð nýrlaga til egglaga. Reklar koma á undan laufinu. Fræflar 2, ekki samvaxnir, eggleg hærð.
Uppruni
V N-Ameríka.
Harka
Z6
Heimildir
= 1, www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Salix+scouleriana
Fjölgun
Fræi er sáð um leið og það hefur þroskast. Suma- og vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð trjá- og runnabeð.
Reynsla
Í tengslum við Lystigarðinn eru til 3 plöntur úr Alaskasöfnuninni 1985 (A-681(3)), kal 0-3.