Salix saxatilis

Ættkvísl
Salix
Nafn
saxatilis
Íslenskt nafn
Urðavíðir
Ætt
Víðiætt (Salicaceae).
Samheiti
Salix fumosa Turcz.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Frjóhnappar gulir.
Blómgunartími
Apríl-maí.
Hæð
Allt að 50 sm
Vaxtarhraði
Hægvaxta.
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, allt að 50 sm hár. Ársprotar dúnhærðir, verða hárlausir með aldrinum.
Lýsing
Axlablöð egglaga til egglaga-lensulaga, sagtennt. Laufin öfugegglaga, snubbótt, stundum smásagtennt eða heilrend, græn ofan, greinilega bláleit neðan, verða hárlaus með aldrinum, sortna þegar þau eru þurrkuð. Reklar allt að 7 sm langir. Stoðblöð lítil, öfugegglaga, snubbótt, dökkbrún með löng, hvít hár. Fræhýðin um 4 mm löng, bláleit með um 0,5 mm langan stíl.
Uppruni
Tunkinsk hérað, Baikal.
Heimildir
= 23,www.eggert-baumschulen.de/products/de/Laubgehoelze/deutsch-botanisch/W/Salix-saxatilis.html
Fjölgun
Sumargræðlingar. Fræi er sáð um leð og það hefur þroskast.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir.
Reynsla
Ekki til í Lystigarðinum. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.