Tré allt að 15 m hátt í heimkynnum sínum. Börkur grábrúnn, gráleitur í fyrstu, krónan turnlaga eða kúlulaga. Ársprotar rauðbrúnir, hárlausir. Tveggja ára greinar hrímugur. Brum hárlaus.
Lýsing
Axlablöð engin eða ef þau eru til staðar eru þau egglaga eða breið-egglaga, sjaldan skakk-egglaga, allt að 4-8 mm, tennt. Laufleggur um 8 mm, laufblaðkan lensulaga, öfuglensulaga, 8-13 x 1-2 sm, hárlaus, ung eru hún dúnhærð, hrímug/döggvuð, mattgræn á efra borði, glansandi, fleyglaga við grunninn, jaðrar kirtilsagtenntir, langydd. Blómin koma á undan laufinu. Karlreklar sívalir, 1,5-3,5 x 1,8-2 sm, legglausir, stoðblöð svört efst, öfugegglaga-aflöng, grunnur stundum með 3-4 kirtla á hvorri hlið, lang dúnhærð. Hunangskirtlar karlblóma á efra borði, fræflar 2, 7-8,5 mm, frjóþræðir hárlausir. Kvenreklar sívalir, 3-4 x 1-1,5 sm, fullþroskaðir reklar allt að 5 sm langir. Stoðblöð eins og á karlreklunum. Hunangskirtlar kvenblóma um ½ lengd stoðblaðanna. Eggleg grænt, egglaga-keilulaga, 2-3 mm, hárlaus, leggur egglegs 1-1,5 mm, stíll 1-2 mm, styttri en egglegið, fræni tvíkleyft.&