Lauffellandi runni, allt að 1,5 m hár. Sprotarnir skriðulir, ársprotar grannir, uppsveigðir, dúnhærðir í fyrstu, brúnir, verða hárlausir.
Lýsing
Lauf 1-3,5 x 0,5-2,5 sm, mjó oddbaugótt-egglaga eða aflöng, oddurinn er oft snúinn, æðastrengjapör 4-6, öll silkihærð, verða oft hárlaus, skærgræn ofan, með uppvafða jaðra, heilrend til kirtiltennt. Laufleggur allt að 4 mm langir. Oftast eru engin axlablöð eða lensulaga axlablöð allt að 3 mm löng. Reklar 1-2,5 x 0,5-1 sm, koma rétt á undan laufunum, stoðblöð oftast lítil, brumhlífar allt að 2 mm, oddur rauðbrúnn. Fræflar 2, ekki samvaxnir. Eggleg 2-2,5 mm, fræni með 2 flipa eða heil.&
Uppruni
Evrópa, L Asía, Síbería.
Harka
Z5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð, í raðir, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur frá 1995, sem komu úr gróðrarstöð, báðar hafa kalið lítið eitt gegnum árin.