Salix pulchra

Ættkvísl
Salix
Nafn
pulchra
Íslenskt nafn
Demantsvíðir
Ætt
Víðiætt (Salicaceae).
Samheiti
S. pulcra Cham. v. yukonensis C.K.Schneid.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómgunartími
Apríl-júlí.
Hæð
0,1-3(-4,5) m
Vaxtarlag
Lágvaxinn runni. Ársprotar jarðlægir til uppsveigðir, glansandi, dökk purpurabrúnir.
Lýsing
Lauf 4-6 x 1 sm, mjó-lensulaga, hárlaus, kirtiltennt. Laufleggur stuttur. Axlablöð 3-10 mm, mjó, lengri en laufleggurinn, kirtiltennt. Reklar 4-5 x 1-5 sm, leggur lauflaus.&
Uppruni
Heimskautahluti Ameríku, Rússlands og Asíu.
Harka
Z2
Heimildir
= 1, www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=1&taxon-id=242445844
Fjölgun
Sumar- og vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir. Náttúrulegir vaxtarstaðir eru meðfram lækjum og vötnum, á túndrum.
Reynsla
Í tengslum eru til Lystigarðinn voru til tvær plöntur undir þessu nafni úr Alaskasöfnuninni 1985, (A-126-2 (2)), kólu mikið í fyrstu, önnur er aðeins með kal 1, hin dauð.