Lauffellandi runni eða tré, allt að 10 m hátt. Ársprotar hárlausir, gljáandi, brúngrænir, langlífir, brum gul.
Lýsing
Laufin 5-12 sm, oddbaugótt, hjartalaga eða bogadregin við grunninn, gljáandi dökkgræn ofan, ljósgræn neðan, leðurkennd þegar þau eru fullvaxin, fínlega kirtilsagtennt, oddur með kirtil. Laufleggur 6-10 mm. Reklar sívalir, 2-5 x 1 sm, koma um leið og laufið. Fræflar 5-7, hunangskirtlar 2.&
Uppruni
Víða í Evrópu, hefur numið land í A Bandaríkjunum.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í limgerði, í þyrpingar, sem stakstæð planta.
Reynsla
Meðalharðgerður, laufgast seint en stendur grænn langt fram á haust - hefur reynst betur á Suðurlandi þar sem haustfrost fara síður illa með hann.