Jarðlægur runni með langar, skríðandi, ljósbrúnar greinar.
Lýsing
Laufin gulgræn á efra borði, ljósari á neðra borði. Laufleggir 4-16 mm. Laufblaðkan mjó- breið oddbaugaótt til öfugegglaga, 25-46 x 10-20 mm, 1,6-3,4 sinnum lengrin en hún er breið, grunnur bogadreginn, oddur snubbóttur, yddur, odddreginn eða bogadreginn, neðra borð hárlaust, lítið ett dúnhært eða með löng hár. Reklar á laufóttum legg, stoðblöð smá, ljósleit til purpuralit, randhærð, styttri en eða jafn löng og blómleggurinn. Karlreklar 23-46 x 8-11 mm, blómgreinar 3-24 mm. kvenreklar kröftugir til hálf-kúlulaga, 28-48 x 10-28 mm, blómgreinar 5-1-22 mm.Hunangskirtill karlblóma á ytra borði 0,8-1,1 mm, hunangskirtill á efra borði 0,7-1,1 mm, hunangskirtlar samvaxnir og bollalaga. Hunangskirtill kvenblóma á ytra borði enginn, hunangskirtill á efra borði egglaga, 0,5, -1,9 mm. Leggur egglegs 0,2-1,4 mm, eggleg oft bláleitt, hárlaust. Fræhýði 5,2-9,6 mm, hárlaus, grænleit eða purpuraleit.&