Salix ovalifolia

Ættkvísl
Salix
Nafn
ovalifolia
Ssp./var
v. arctolitoralis
Höfundur undirteg.
(Hultén) Argus
Íslenskt nafn
Baugavíðir
Ætt
Víðiætt (Salicaceae).
Samheiti
S. arctolitoralis Hultén
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
2-5 sm
Vaxtarlag
Jarðlægur runni með langar, skríðandi, ljósbrúnar greinar.
Lýsing
Laufin gulgræn á efra borði, ljósari á neðra borði. Laufleggir 4-16 mm. Laufblaðkan mjó- breið oddbaugaótt til öfugegglaga, 25-46 x 10-20 mm, 1,6-3,4 sinnum lengrin en hún er breið, grunnur bogadreginn, oddur snubbóttur, yddur, odddreginn eða bogadreginn, neðra borð hárlaust, lítið ett dúnhært eða með löng hár. Reklar á laufóttum legg, stoðblöð smá, ljósleit til purpuralit, randhærð, styttri en eða jafn löng og blómleggurinn. Karlreklar 23-46 x 8-11 mm, blómgreinar 3-24 mm. kvenreklar kröftugir til hálf-kúlulaga, 28-48 x 10-28 mm, blómgreinar 5-1-22 mm.Hunangskirtill karlblóma á ytra borði 0,8-1,1 mm, hunangskirtill á efra borði 0,7-1,1 mm, hunangskirtlar samvaxnir og bollalaga. Hunangskirtill kvenblóma á ytra borði enginn, hunangskirtill á efra borði egglaga, 0,5, -1,9 mm. Leggur egglegs 0,2-1,4 mm, eggleg oft bláleitt, hárlaust. Fræhýði 5,2-9,6 mm, hárlaus, grænleit eða purpuraleit.&
Uppruni
Kanada, Yukon, Alaska.
Heimildir
23, www.gardening.eu/arc/plants/Masts/Salix-arctolitoralis-Hultén/61392/index-a.asp, https://books.google.is/books?id=I-KRof-0pX4C&pg=PA77&lpg=PA77&dq=salix+arctolitoralis&source= ....,
Fjölgun
Sumar- og vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Heimskautaplanta, vex oftast með ströndum fram í sandöldum og engjum á túndrunni í 10-30 m h.y.s.
Reynsla
Í tengslum við Lystigarðinn er til ein planta undir þessu nafni (A-146), hefur kalið lítið eitt að minnsta kosti í byrjun.