Smávaxinn runni, 2-5 sm hár, með grannar, skríðandi og neðanjarðar greinar.
Lýsing
Engin stoðblöð. Laufin öfugegglaga til oddbaugótt, snubbótt eða nokkuð hvassydd, ljós á neðra borði, heilrend, ögn hvíthærð neðst á jaðrinum. Reklar stuttir og sverir, stoðblöð öfugegglaga eða bogadregin, brún, með með löng, hvít hár. Fræhýði hárlaus, oftast bláleit með breiðan bogadreginn grunn, dregst snögglega í mjóan, snubbóttan odd. Stíll um 0,5 mm langur, grannur.&