Venjulega uppréttur runni, allt að 1 m hár. Ársprotar grá-ullhærðir.
Lýsing
Lauf grágræn, legglaus, mjó-aflöng eða öfugegglaga til lensulaga, oftast hvassydd eða dálítið ydd, heilrend, ljósari á neðra borði, grá-dúnhærð bæði ofan og neðan, verða stundum hárlaus á efra borði með aldrinum. Reklar á laufóttum legg, sívalir, allt að 4 sm langir, stoðblöð brúnleit, stutt-dúnhærð. Fræhýði legglaus, gráullhærð með stuttan stíl.&