Salix myrsinifolia

Ættkvísl
Salix
Nafn
myrsinifolia
Íslenskt nafn
Dökkvíðir (viðja)
Ætt
Víðiætt (Salicaceae).
Samheiti
S. nigricans Sm., S. phylicifolia L. ssp. nigricans (Sm.) N. H. Nilsson ex Hyl.; S. borealis (Fr.) Nasarow, S. nigricans Sm. ssp. borealis (Fr.) Flod. (ssp. borealis)
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
4-9 m
Vaxtarhraði
Fremur fljótvaxinn.
Vaxtarlag
Breytileg tegund, allt að 4 m há. Börkur dökkur, sprunginn. Ársprotar hárlausir á öðru ári, matt grænbrúnir, viður annars árs gáraðir undir berkinum.
Lýsing
Laufin 2-7 x 1-3,5 sm, oddbaugótt-öfugegglaga eða aflöng, dökkgræn ofan, bláleit neðan. Aðalæðastrengurinn með langæa hæringu neðan, sagtennt til næstum heilrend. Laufleggur allt að 1 sm langur. Axlablöð eyrnalaga, stundum engin. Reklar 1,5-4 x 1-1,5 sm á laufóttum legg, koma um leið og laufin. Fræflar 2, ekki samvaxnir. Eggleg á stuttum legg, hárlaus eða lítið eitt hærð.&
Uppruni
Evrópa, L Asía, V Síbería.
Harka
Z5
Heimildir
= 1,4
Fjölgun
Sumar- og vetrargræðlingar, (sáning).
Notkun/nytjar
Í limgerði, í skjólbelti, í beð, í þyrpingar.
Reynsla
Harðgerð planta, sem er mikið notuð í klippt limgerði, vindþolin, þokkalega fljótvaxin, hefur verið seld í garðplöntustöðvum undir ýmsum nöfnum. Það algengasta sennilega Salix nigricans sem þá hefur verið kallaður svartvíðir eða dökkvíðir. Var lengi í Lystigarðinum undir því nafni sem er eitt af fjölmörgum samheitum sem hafa verið í gangi um tegund þessa.(Salix myrsinifolia skv. IOPI og Virtuella Floren sem er einskonar Flóra Norðurlanda).
Yrki og undirteg.
Undirtegund S. myrsinifolia ssp. borealis (Fr.) Hyl. - viðjan - er með hvítloðna árssprota og þétthærð blöð sem eru loðin á neðra borði (sbr. Virtuella Floren).