Salix lasiandra

Ættkvísl
Salix
Nafn
lasiandra
Íslenskt nafn
Lensuvíðir*
Ætt
Víðiætt (Salicaceae).
Samheiti
Salix lucida Muhl.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulir karlreklar.
Blómgunartími
Apríl-júní.
Hæð
Allt að 6 m
Vaxtarlag
Hávaxinn runni eða lítið tré með grábrúnan börk, allt að 6 m hátt. Ársprotar rauðbrúnir og glansandi.
Lýsing
Laufin þykk, lensulaga eða egglensulaga, lang-odddregin, fín og reglulega bog-sagtennt, dökkgræn ofan, ljósari neðan, hárlaus eða verða hárlaus. Laufleggir með par af kirtlum við grunninn. Reklar koma um leið og laufin og eru á laufóttum stilkum. Stoðblöð ljós á lit, egglensulaga, lítil. Fræhýði ljósbrún, hárlaus með um 0,5 mm langan stíl. Fræflar um 5 talsins, dúnhærðir.&
Uppruni
N & V N-Ameríka.
Heimildir
= 23, en.wikipedia.org/wiki/Salix-lucida
Fjölgun
Sumar- og vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð runnabeð, í limgerði, í raðir. Náskyldur gljávíði (Salix pentandra).
Reynsla
Í tengslum við Lystigarðinn eru til 13 plöntur (A-687(3), A-697(3), A-710(3), A-716(3)). Allar kólu talsvert framan af en lítið eða ekkert síðar.