Lágvaxinn, þéttgreindur runni, 50-150 sm hár. Ársprotar grannir, hærðir í fyrstu, verða hárlausir með aldrinum, dökkrauðbrúnir, gljáandi.
Lýsing
Laufin 2,5-6 sm, lensulaga-egglaga, flest við enda greinanna, ólífugræn, dúnhærð ofan, grálóhærð neðan, heilrend, laufleggur 1 sm langur. Axlablöð lítil, skammæ. Reklar þéttir, 2-4 x 1-1,5 sm, stinnir, legglausir, koma á undan laufunum, er með skammæ lauf við grunninn. Eggleg löng, hærð. Fræflar 2, ekki samvaxnir.&
Í þyrpingar, í limgerði, sem stakstæð planta, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein gömul planta, önnur frá 1978 sem gróðursett var í beð 1994 og tvær plöntur komnar úr gróðrarstöð 1990.Harðgerðar plöntur sem dafna vel í Lystigarðinum.