Lág- og breiðvaxinn runni, allt að 1,5 m hár og álíka breiður með uppsveigðar greinar, verður kræklóttur með tímanum. Árssprotar gráloðnir, jarðlægir.
Lýsing
Laufin 2-7 x 2-4 sm, bogadregin-egglaga eða öfugegglaga, oddur niðurorpinn, silkihærður í fyrstu, verða seinna mattgræn ofan og bláleit neðan með 5-6 æðastrengjapör, heilrend, bylgjuð, axlalöð breið, heilrend. Reklarnir koma eftir að laufin eru komin, karlreklar gullgulir 2,5-5 sm, kvenreklar allt að 8 sm langir þegar fræin eru fullþroskuð.&
Uppruni
Heimskautasvæði og nærliggjandi svæði í norður Evrasíu, að Íslandi og Bretlandi meðtöldi.