Lauffellandi runni, allt að 1,5 m hár. Ársprotar þétt gráullhærðir, dúnhærðir.
Lýsing
Lauf grá-dúnhærð bæði ofan og neðan, oddbaugótt, öfugegglaga til öfuglensulaga, oftast hvassydd, heilrend eða dálítið kirtiltennt við grunninn. Reklar sívalir, þéttblóma, með ullhærðan aðalstilk. Stoðblöð aflöng til öfugegglaga-aflöng, snubbótt, dekkri í toppinn, grá-dúnhærð beggja vegna. Fræhýði næstum legglaus, egglaga-aflöng til keilulaga, þétt grá-lóhærð með greinilega stíla.&
Uppruni
Bandaríkin, Alaska, Kanada.
Heimildir
23, plants.jstor.org/compilation/salix villosa,
Fjölgun
Sumar- og vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð runnabeð, í limgerði.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein, gömul planta undir þessu nafni, kelur ekkert.