Salix glaucosericea B.Flod., Salix glauca L. ssp. glabrescens (Andersson) Hultén
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómgunartími
Maí.
Hæð
1,5 m
Lýsing
Líkur rjúpuvíði (Salix glauca) en frábrugðinn að því leyti að blöðin eru fölgrænni, glansandi á efra borði, silkihærð beggja vegna, æðastrengjapör 7-9, en 5-6 æðastrengjapör á rjúpuvíði.&
Uppruni
Alpafjöll.
Harka
Z3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumargræðlingar, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Í brekkur, í þyrpingar, í beð, í steinhæðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta úr gróðrarstöð frá 1983 og græðlingar af henni, kala lítið sem ekkert, allar þrífast vel.