Lauffellandi runni, allt að 2-3 m hár. Greinar uppréttar, sveigjanlegar við grunninn. Ársprotar gulgrænir til rauðbrúnir, lóhærðir eða sléttar.
Lýsing
Laufin 3-10 sm löng og 1-5 sm breið, sortna þegar þau þorna, breið, egglaga til öfugegglaga eða oddbaugótt, nokkuð hvassydd, bog-sagtennt á jöðrunum. Reklar á laufóttum stilkum. Fræhýði græn þegar þau eru ung, 4-4,5 mm löng, hvert blóm/fræhýði með sinn legg, mjókka smámsaman efst. Stílar 1-2 mm langir, stoðblöð smá, dökk, egglaga, ydd, hvít-ullhærð.&
Í Lystigarðinum eru til níu plöntur úr Alaskasöfnuninni 1985 (A-495-9(2), A-651 (2), A-694 (2), A-712 (2)). Allar kólu mismikið að minnsta kosti framan af.