Salix babylonica

Ættkvísl
Salix
Nafn
babylonica
Íslenskt nafn
Hengivíðir
Ætt
Víðiætt (Salicaceae).
Lífsform
Lauffellandi tré (runni).
Kjörlendi
Sól.
Blómgunartími
Apríl-maí.
Hæð
10-12 m
Vaxtarlag
Tré 10-12 m hátt í heimkynnum sínum. Börkur með græna slikju. Ársprotar langir, útstæðir og drúpandi eða hangandi, ná oft til jarðar, verða hárlausir með aldrinum.
Lýsing
Lauf 8-16 x 1-1,5 sm, band-lensulaga, mjó-langydd, djúpgræn ofan, grágræn neðan, hárlaus, smásagtennt. Laufleggur 3-5 mm langur. Axlablöð lensulaga, jaðrar innundnir. Reklar bognir, 20 x 3-4 mm. Fræflar 2, eggleg hárlaus, legglaus.&
Uppruni
Asía Kína, Mansjúría.
Harka
Z5
Heimildir
= 1, pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Salix+babylonica
Fjölgun
Sumar- og vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í runnabeð, sem stakstæð planta.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta/græðlingur frá 1983, þrífst vel, kelur lítið.