Salix alba

Ættkvísl
Salix
Nafn
alba
Íslenskt nafn
Silfurvíðir
Ætt
Víðiætt (Salicaceae).
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómgunartími
Snemma vors.
Hæð
10-15m
Vaxtarlag
Tré allt að 25 m hátt erlendis, tré með stórri krónu, vex hérlendis sem meðalstór-stór runni. Börkur dökkgrár, rákóttur, greinar ljós grábleik til ólífubrúnn, silkihærðar í fyrstu, seinna hárlausar, sterkar. Brum lítil, dökkbleik með grá hár.
Lýsing
Laufin 5-10 sm, lensulaga, langydd, silki hvítdúnhærð, mattgræn ofan, blágræn neðan, smásagtennt. Laufleggur 5 mm, engir kirtlar, axlablöð lensulaga, skammæ. Reklar þéttir, 4-6 sm, á laufóttum legg. Fræflar 2, ekki samvaxnir. Eggleg legglaust, hárlaus, keilulaga.&
Uppruni
V Evrópa, N Afríka, M Asía.
Harka
2
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumar- og vetargræðlingar, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Sem stakstæð planta, í þyrpingar, í skjólbelti.
Reynsla
Harðgerð planta, lítt reynd hérlendis, þolir vel klippingu.
Yrki og undirteg.
Salix alba var. sericea - er loðnari. Salix alba 'Tristis' - er með hangandi vaxtarlag.