Salix acutifolia

Ættkvísl
Salix
Nafn
acutifolia
Íslenskt nafn
Blásprotavíðir
Ætt
Víðiætt (Salicaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómgunartími
Snemma vors.
Hæð
- 10 m
Vaxtarlag
Líkur fagurvíði (S. daphnoides) en lágvaxnari.
Lýsing
Lauf 8-12 sm, mjó, með 15 eða fleiri æðastrengjapör. Axlablöð lensulaga. Hár á reklum lengri og hvítari.&
Uppruni
N Evrópa til A Asíu.
Sjúkdómar
Viðkvæmur fyrir hunangssvepp.
Harka
Z5
Heimildir
= 1, www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Salix+acutifolia
Fjölgun
Sumar- og vetrargræðlingar, sáning. Fræi er sáð strax og þau hafa þroskast. Það verður að rækta bæði karl- og kvenplöntur sanman ef ætlunin er að fá fræ.
Notkun/nytjar
Í beð, í þyrpingar. Þolir rok og ágjöf af hafi. Notaður til körfugerðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru fimm plöntur úr Síberíusöfnun, sem komu í garðinn 1994 (SÍB-12-14), allar hafa kaliðnokkuð (k,5-3).