Rudbeckia laciniata

Ættkvísl
Rudbeckia
Nafn
laciniata
Íslenskt nafn
Flipahattur
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, skjól.
Blómalitur
Gulur/gulgrænn kollur .
Blómgunartími
September.
Hæð
80-120 sm (-300 sm erlendis).
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 300 sm há, yfirleitt hárlaus og bláleit.
Lýsing
Lauf allt að 10 sm, fjaðurskipt eða þrískipt, stinnhærð eða langhærð á neðra borði, með legg, efri laufin legglaus. Krónan stök, blómbotninn hvolflaga til keilulaga. Reifablöð límkennd-dúnhærð við oddinn. Geislablóm allt að 6 sm, gul, hvirfingablóm gul-græn eða grágræn. Svifihárakrans með stutta geisla.
Uppruni
N Ameríka
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
í beð með fjölærum jurtum.
Reynsla
Lítt reynd enn sem komið er.
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki í ræktun USA. T.d. 'Golden Glow', 'Goldquelle', 'Soleil d'Or'ofl.