Fjölær jurt, allt að 100 sm há. Stönglar greinóttir ofantil.
Lýsing
Lauf breiðoddbaugótt, egglaga til mjó-egglensulaga, meira eða minna dúnhærð. Körfur allmargar, reifablöð bandlaga-aflöng, snubbótt, geislablóm allt að 4 sm, 10-15 talsins.
Uppruni
SA Bandaríkin.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning, stöngulgræðlingar með hæl að vori.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, við tjarnir og læki, til afskurðar.
Reynsla
Harðgerð-meðalharðgerð, óvíst hvort hún er til hérlendis (H. Sig.).
Yrki og undirteg.
'Goldstrum' er það yrki sem mest er ræktað erlendis.