Rudbeckia fulgida

Ættkvísl
Rudbeckia
Nafn
fulgida
Ssp./var
v. speciosa
Höfundur undirteg.
(Wunderl.) Perdue.
Íslenskt nafn
Frúarhattur
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gullgulur/svartbrúnn hattur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
60-90 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 100 sm há, stönglar greinóttir. Stönglar greinóttir ofantil.
Lýsing
Lauf allt að 12 sm, oddbaugótt til aflöng-oddbaugótt, oft sigðlaga, langhærð-mjúkhærð. Körfur fáar til allmargar, reifablöð bandlaga til band-lensulaga, hvassydd. Geislablóm allt að 3,5 sm, 12-20 talsins.
Uppruni
SA Bandaríkin.
Harka
4
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning, stöngulgræðlingar með hæl að vori.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í fjölæringabeð, til afskurðar, við tjarnir og læki.
Reynsla
Harðgerð, sennilega sú sem er hjá Herdísi í Fornhaga og blómstar þar nær árvisst.