Fjölær jurt, allt að 100 sm há, stönglar greinóttir. Stönglar greinóttir ofantil.
Lýsing
Lauf allt að 12 sm, oddbaugótt til aflöng-oddbaugótt, oft sigðlaga, langhærð-mjúkhærð. Körfur fáar til allmargar, reifablöð bandlaga til band-lensulaga, hvassydd. Geislablóm allt að 3,5 sm, 12-20 talsins.
Uppruni
SA Bandaríkin.
Harka
4
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning, stöngulgræðlingar með hæl að vori.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í fjölæringabeð, til afskurðar, við tjarnir og læki.
Reynsla
Harðgerð, sennilega sú sem er hjá Herdísi í Fornhaga og blómstar þar nær árvisst.