Rubus x stellarcticus

Ættkvísl
Rubus
Nafn
x stellarcticus
Yrki form
'Anna'
Höf.
Gunny Larsson, 1960-1970, Svíþjóð.
Íslenskt nafn
Sifjaklungur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Rósrauður.
Blómgunartími
Júlí, ber í ágúst september.
Hæð
20-30 sm
Vaxtarlag
Rubus x stellarcticus er blendingur bjarnarbers (R. arcticus) og stjörnuklungurs (R. stellarcticus). Fjölær jurt með skriðula jarðstöngla.
Lýsing
Blómin heldur stærri en á ilmklungri. Laufin þríflipótt eða sepótt. Blómin eru tvíkynja og frjóvga ekki sig sjálf. Það þarf að minnsta kosti tvö mismunandi yrki til að fá uppskeru. Berin eru mjög góð og með súrbragði en samt ekki eins og á bjarnarberi. 'Anna' er með stærri og ljósari ber en hin yrkin.
Uppruni
Blendingur / yrki.
Sjúkdómar
Sömu sjúkdómar og hindber og brómber verða fyrir.
Harka
1
Heimildir
HS, handbok.alterntiv.nu/@api/deki/pages/1802/pdf,
Fjölgun
Skifting, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð, sem undirgróður, í steinhæðir, sem þekja til dæmis í lyngrósabeðum. Gott er að þekja plönturnar dálitlu af trjákurli eða laufi.
Reynsla
Er í Lystigarðinum. Harðgerð, fallegast er ef plantan fær að mynda breiður. Berin eru fullþroskuð þegar þau eru orðin mjúk og glansandi. Það er ekki hægt að fara eingöngu eftir litnum þegar þau eru tínd.