Rubus x stellarcticus

Ættkvísl
Rubus
Nafn
x stellarcticus
Íslenskt nafn
Sifjaklungur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Rósrauður.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
20-30 sm
Vaxtarlag
Rubus x stellarcticus er blendingur bjarnarbers (R. arcticus) og stjörnuklungurs (R. stellarcticus). Fjölær jurt með skriðula jarðstöngla. Alveg þyrnalaus.
Lýsing
Blómin heldur stærri en á ilmklungri. Laufin þríflipótt eða þrísepótt. Berin vínrauð og rauð að haustinu.
Uppruni
Blendingur.
Harka
1
Heimildir
= HS, handbok.alterntiv.nu/@api/deki/pages/1802/pdf,www.esaminer.com/article/uncommon-edible-landscaping
Fjölgun
Skipting, sáning, blendingar gefa betri berjauppskeru. Mælt er með því að rækta tvö yrki saman til að tryggja að frjóvgun verði og ber þroskist. Yrki sem mælt er með eru 'Anna', 'Beta' 'Sophia' eða 'Valentina'.
Notkun/nytjar
Í beð, sem undirgróður, í steinhæðir, sem þekja til dæmis í lyngrósabeðum. Gott er að þekja plönturnar dálitlu af trjákurli eða laufi.
Reynsla
Er í Lystigarðinum. Harðgerð, fallegast er ef plantan fær að mynda breiður. Berin eru fullþroskuð þegar þau eru orðin mjúk og glansandi. Það er ekki hægt að fara eingöngu eftir litnum þegar þau eru tínd.
Yrki og undirteg.
Harðgerðir blendingar = R. x stellarcticus.Þessi tvö yrki eru ekki í Lystigarðinum.'Beata': Góð uppskera, berin bragðast líkt og ber af Rubus arcticus.'Valentina': Lítil uppskera, notuð til að þekja jarðveginn.Önnur yrki, bæði til nytja og sem skrautplöntur, eru í ræktun í garðinum.