Rubus spectabilis

Ættkvísl
Rubus
Nafn
spectabilis
Íslenskt nafn
Laxaber
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Rauðbleikur.
Blómgunartími
Maí.
Hæð
50-100 sm (-200 sm)
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, allt að 200 sm hár. Stönglar uppréttir, hárlausir með fíngerð þornhár. Lauf allt að 15 sm, 3-fingruð, smálauf egglaga, allt að 10 sm, lang-odddregin, sagtennt, hárlaus.
Lýsing
blöðin þrískipt, fremur þunn, 5-15cm á lengd, hvert smáblað 3-6cm, Blómin bleik til dumbrauð, 2-3,5 sm í þvermál, oftast stök. Bikar ullhærður, bikarblöð ydd. Aldin egglaga, stór, appelsínugul.
Uppruni
V N Ameríka.
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting.
Notkun/nytjar
Í limgerði, í þyrpingar, sem undirgróður, til að binda jarðveg.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem kom í garðinn 1982 og gróðursett í beð það sama ár. Harðgerð planta, mikil rótarskot, breiðist nokkuð svo hratt út.
Yrki og undirteg.
Rubus spectabilis 'Flore Pleno' með stór fyllt blóm.