Allt að 100 sm hár. Stönglar uppréttir, hrímugir, þornhærðir og mjúkhærðir oftast með marga, mjúka þyrna.
Lýsing
Laufin oftast fjaðurskipt með 3-7 smábleðlum, smáblöð egglega eða aflöng, stöku sinnum ögn sepótt, laufin sem eru á blómgreinum yfirleitt 3-skipt endaflipinn er ekki djúp-3-sepóttur, allir stuttyddir, hjartalaga við grunninn, verða hárlaus ofan, hvítlóhærð neðan. Blóm hvít um 1 sm í þvermál í fáblóma laufóttum, endastæðum og axlastæðum klösum. Aldin rauð eða appelsínugul. Bikarblöðin lensulaga, lóhærð. Krónublöðin mjó, upprétt, hárlaus, fræflar uppréttirhvítir. Aldin rauð eða appelsínugul.
Uppruni
Evrópa, N Asía, Japan
Harka
Z3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Hægt er að nota sem þekjuplöntu en þar sem hún skríður ótæpilega er erfitt að halda henni í skefjum eins og mörgum ættingjum hennar.
Reynsla
Nokkrar gamlar plöntur eru til í Lystigarðinum. Hafa blómgast og borið ber í garðnum.
Yrki og undirteg.
Ýmis yrki eru til erlendis. Í Lystigarðinum er til yrkið 'Hallon am Muskoka' kom sem planta úr gróðrarstöðinni í Laugardal 1990 og var gróðursett það sama ár. Rétt tórir sem rótarskot (2015).