Lauffellandi runni allt að 300 sm hár og 60-120 sm í þvermál. Stönglar uppréttir eða dálítið bogsveigðir við toppinn, áberandi kirtil-ullhærðir, með krókbogin þornhár.
Lýsing
Laufin 3-5 fingruð, laufleggir kirtil-ullhærðir. smálauf allt að 20,5 sm, egglaga, odddregin, tvítennt, ullhærð neða, með 10-14 pör af æðastrengjum. Blómin hvít, í allt að 20 sm löngum klösum, bikar dúnhærður, kirtilhærður, bikarblöð ydd, krónublöð mjó. Aldin keilulaga, svört, allt að 12,5 mm.