R. hugonis Hemsley, Golden Rose of China, Father Hugo´s Rose.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Ljósgulur til gulur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
Allt að 300 sm
Vaxtarlag
Frábrugðin aðaltegundinni að því leyti að smálaufin eru oddbaugótt til öfugegglaga. Lítil, mattgræn og milligræn lauf, fallegur haustlitir, laufin þétt, með 5-11 smálauf. Flest blómin koma í fyrstu lotunni, síðan koma stöku blóm.
Lýsing
Blómstilkarnir eru hárlausir með eitt stakt blóm sem er 4-6 sm í þvermál. Blómin eru með mildan, hungangsilm, krónublöðin eru 5 talsins.
Sáning, sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
f. spontanea Rehder(R. xanthina f. normalis Rehder & Wilson að hluta.)er frábrugðin glóðarrósinni sjálfri að því leyti að stök blóm, 5-6 sm í þvermál. Það er eitt af foreldrum hinnar frábæru Canary Bird hitt foreldri er f. hugonis. Snyrtið að blómgun lokinni og sníðið dauðar greinar af.