Rosa x kamtchatica

Ættkvísl
Rosa
Nafn
x kamtchatica
Íslenskt nafn
Sandrós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
R. rugosa Thunb. v. kamtchatica (Vent.) Regel.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Föl- til rósbleikur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
100-240 sm
Vaxtarlag
Venslarósin er blendingur R. davurica eða R. amblyotis og R. rugosa. Runninn er frábrugðinn ígulrósinn að því leyti að greinarnar eru fíngerðari og minna þyrnótta, einnig gráloðnar og með stutt þornhár. Smálauf eru löng, ekki glansandi, minna hrukkótt að ofan, grágræn og minna hærð neðan.
Lýsing
Blómin eru 4-5 sm í þvermál, 3-5 talsins á sléttum, stuttum leggjum, minni en á ígulrósinni. Bikarblöð löng, samanlögð. Nýpur smærri en á ígulrósinni, hnattlaga, sléttar.
Uppruni
A-Síbería, Kamschatka.
Harka
Z4
Heimildir
1, Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg, Nicolaisen, Ǻge 1975: Rosernas Bog - København, en.hortipedia.com/wiki/Rosa-x-kamtschatica, davesgarden.com/guides/pf/go/55699/#b
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- og vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Sem stakur runni, í blönduð trjá- og runnabeð.Aðallega notuð þar sem jörð er sendin og á strandsvæðum erlendis. Þolir allt að -35°C.
Reynsla
Til eru í Lystigarðinum fáeinar plöntur sem sáð var árin 1981, 1982 og 1995. Þær vaxa fremur lítið, kala nokkuð og hafa ekki blómstrað.Þrífst vel í Grasagarði Reykjavíkur. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.