R. gallica x R. phoenicia, R. gallica x R. moschata, R. gallica v. damascena (Voss), R. belgica Mill., R. calendarum (Borkhausen), Rosa polyanthos Roessig.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur til rauður.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
- 200 sm
Vaxtarhraði
Meðalvaxtarhraði.
Vaxtarlag
Foreldrar: (Rosa gallica x Rosa moschata) x R. fedtschenkoana.Villirós. Einblómstrandi runni, allt að 200 sm hár eða hærri, greinar mjög þyrnóttar með marga bogna, álíka grófa, þyrna, 2,5 sm langa, flata við grunninn. Smálauf 5-7, egglaga ein-sagtennt, hárlaus ofan og grágræn, neðan lítillega hærð.
Lýsing
Blómin oftast mörg saman, bleik til rauð, öðru hverju hvít- og rauðrákótt, ofkrýnd, ilma mikið. Blómleggir oft veikbyggðir. Bikar mjókkar upp á við, ekki hnöttóttur (eins og á R. gallica). Bikarblöð aðlæg að blómgun, þornhærð á bakhlið, detta af. Nýpur meira eða minna bogaformaðar, 2,5 sm langar, þornhærðar, appelsínugular.
Uppruni
Garðauppruni.
Harka
Z4
Heimildir
Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, en.wikipedia.org/wiki/rosa-x-damascena, www.learn2grow.com/plants/rosa-x-damascena/,www.plantsrescue.com/rosa-damascena/
Fjölgun
Græðlingar af ársgömlum greinum, skifting á gömlum plöntum, hliðargreinar og rætur. Fræ.
Notkun/nytjar
Í limgerði, í blönduð trjá- og runnabeð, í ker, á grindur, til afskurðar. Er ræktuð erlendis til að vinna rósaolíu úr rósinni. Er ef til vill nefnd eftir borginni Damaskus.
Reynsla
Krossfararósin var keypt í Lysigarðinn 1993 og plantað í beð 1994, flutt í annað beð 2001, stórvaxin, vex vel, engin blóm.