Sumar-, síðsumargræðlingar með hæl eða vetrargræðlingar með hæl.
Notkun/nytjar
Sólríkur vaxtarstaður. Hentar vel í úthafsloftslagi. Hæfilegt er að hafa 1 plöntu á m². Notuð til dæmis stök, nokkrar saman í þyrpingu í stóra garða. Notuð til að framleiða rósaolíu erlendis.
Reynsla
Rosa × alba 'Alba Suaveolens' var keypt í Lystigarðinn 2003 og gróðursett í beð 2004, vex vel og blómstrar oft mikið, fáein blóm 2009. Kom líka sem græðlingur í Lystigarðinn frá Grasagarði Reykjavíkur 2004, óvíst að hafi lifnað. Fín í Reykjavík.