Rosa x alba

Ættkvísl
Rosa
Nafn
x alba
Yrki form
'Maxima'
Höf.
Evrópa, um 1400.
Íslenskt nafn
Bjarmarós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa alba 'Maxima', R. 'Alba Maxima', 'Jacobite Rose'
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Rjómahvítur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
180-250 sm
Vaxtarlag
Uppruni óþekktur, kom fram fyrir 1400. Ein elsta rósin sem heyrir til R. alba grúppunni. Runninn er kröfugur, uppréttur, einblómstrandi runni, klifurrós, sem verður allt að 250 sm hár og 200 sm breiður. Þyrnar eru fáir. Laufið er fagurgrænt með bláleitri slikju. Runninn er mjög blómviljugur.
Lýsing
Blómin eru falleg í laginu, stór, þéttfyllt eða hálffyllt, rjómalit, með ljósrauða slikju þegar það springur út, seinna verða þau hreinhvít, þau eru flöt og með mikinn og mjög fínan ilm. Nýpur sporvala.
Uppruni
Yrki.
Harka
Z4
Heimildir
Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - København, http://www.hesleberg.no, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, www.cornhillnursery.com/retail/roses/rosea.htlm#RP, davesgarden.com/guides/pf/go/51770/#b,www.helpmefind.com/rose/l,php?l=2.106.0
Fjölgun
Vetrargræðlingar með hæl, ágræðsla.
Notkun/nytjar
Harðgerð rós sem þarf meðalfrjóan jarðveg og er talin dálítið skuggþolin. Hæfilegt er að hafa 1 plöntu á m². Notuð t.d. stök, í stóra garða og sem klifurrós á vegg.Rosa x alba L. Maxima minnir mjög á Maiden´s Blush en blómin eru meira fyllt og minna ber á bleiku slikjunni. Hún minnir líka á R. x alba 'Suaveolens', en R. x alba 'Maxima' er með stærri og þéttfylltari blóm. Snyrtið runnan að blómgun lokinni, snyrtið lítið á meðan rósin er að koma sér fyrir á vaxtarstaðnum (tekur um 2 ár). Rósin blómstrar á gamlan við.
Reynsla
Rosa x alba 'Maxima' var keypt í Lystigarðinn 2003 og plantað í beð 2004, vex vel og er mjög blómviljug.