Laufin stór, mattgræn, oftast tvísagtennt með 3-9 smálauf. Blóm lillableik og með villirósailm, 4-8 krónublöð. Nýpur fallegar, margar, glansandi, litlar rauðgljáandi í klösum. Blóm og nýpur dálítið minni en á aðaltegundinni.
Uppruni
Vestur N-Ameríka.
Harka
Z4
Heimildir
Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, www.helpmefind.com/rose/pl.php?n=56231, davesgarden.com/guides/pf/go/62281/#b
Fjölgun
Sumar-, síðsumar eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Í trjá- og runnabeð. Talin mjög frostþolin.
Reynsla
Rosa woodsii v. fendleri var sáð í Lystigarðinum 1990, gróðursett í beð 1992, kelur dálítið. Sáð 1994, plantað í beð 2000, kelur talsvert, vex vel, engin blóm 2008 og 2009.