R. sandbergii Greene, R. maximuliani Nees., R. deserta (Lunell), R. fimbriatula (Greene), R. Macounii (Rydberg).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Djúpbleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
150-200 sm
Vaxtarlag
Villirós. Uppréttur, einblómstrandi runni, 150-200 sm hár, stilkar rauðleitir verða seinna gráir. Þyrnar fjölmargir grannir, beinir eða ögn bognir, fáir á blómstrandi greinum.
Lýsing
Smálauf 5-7, öfugegglaga til oddbaugótt, 1-3 sm löng hvass-sagtennt, tennur einfaldar, neðan fínhærð og bláleit. Axlablöð mjó, heilrend til ögn sagtennt, engir kirtlar. Blóm djúpbleik, 1-3 talsins, ilma mikið, léttur villirósailmur, 3,5-4 sm breið leggur og bikar sléttur. Nýpur skrautlegar, hnöttóttar, um 1 sm í þvermál, oftast með greinilegan háls, rauðgljáandi, eru lengi á runnanum. Mjög breytileg tegund.
Uppruni
V & M N-Ameríka.
Harka
Z4
Heimildir
Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg,http://www.rose-roses.com/rosepages,http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm
Fjölgun
Sáning, skipting á rótarskotum þegar plantan er í dvala, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Í trjá og runnabeð.
Reynsla
Valrósinni var sáð í Lystigarðinum 1990, gróðursett í beð 1994, kelur fremur lítið, fá blóm.